ML fékk skell gegn MR

Lið ML í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í kvöld. Ljósmynd/Gettu betur

Menntaskólinn að Laugarvatni er úr leik í Gettu betur þetta árið en 1. umferð keppninnar hófst í kvöld.

ML mætti Menntaskólanum í Reykjavík og er skemmst frá því að segja að Laugvetningar fengu skell, 29-7.

Lið ML skipuðu þau Guðrún Karen Valdimarsdóttir, Sindri Bernholt, Kristján Bjarni Indriðason.

Fjölbrautaskóli Suðurlands keppir í 1. umferð á morgun, þriðjudag kl. 20 gegn Tækniskólanum og er viðureignin í beinni á netinu á Rúv núll.

Fyrri greinHamarsmenn koma ferskir úr jólafríinu
Næsta greinJólin kvödd á Selfossi