Mjótt á mununum í íbúakosningu

Meirihluti íbúa Hrunamannahrepps samþykkti tillögu um að hringtorg verði sett á gatnamótin við Grund á Flúðum. Mjótt var á mununum en ágæt þátttaka var í kosningunni.

Alls greiddu 387 atkvæði í íbúakosningunni. Niðurstaðan var sú að tillaga A, T-gatnamót, fékk 186 atkvæði eða 48,0% og tillaga B, hringtorg, fékk 201 atkvæði eða 51,9%.

Úrslit kosningarinnar eru ekki bindandi fyrir hreppsnefndina, heldur ráðgefandi.

Enn betri þátttaka var í Alþingiskosningunum í hreppnum en þar var kjörsóknin 88%.

Fyrri greinVilja leikskólann áfram á Þingborg
Næsta grein„Bókabéusinn í mér hlær nú og fagnar“