Mjölnir bauð lægst í Uppsveitunum

Við gatnamót Einholtsvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta tilboð í endur- og nýbyggingu efsta hluta Skeiða- og Hrunamannavegar sem ljúka á sumarið 2022.

Um er að ræða 4,3 km kafla frá Einholtsvegi að Biskupstungnabraut. Verkinu á að vera lokið í júní 2022.

Mjölnir bauð 198 milljónir króna í verkið en það er 75,5% af áætluðum verktakakostnaði, sem var 262,1 milljón króna.

Suðurtak átti næst lægsta tilboðið, 223,3 milljónir króna og þar á eftir komu Gröfutækni með 254 milljónir, Verk og tækni með 255 milljónir, Þjótandi með 256,9 milljónir, Nesey með 261,1 milljón og Borgarverk með tilboð upp á 262,7 milljónir króna.

Fyrri greinFSu úr leik í Gettu betur
Næsta greinVISS opnar á Hvolsvelli