Mjölnir bauð lægst í sjóvörn í Vík

Sjógangur við hesthúsin í Vík eftir sflóð þann 8. febrúar í fyrra. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta tilboðið í byggingu sjóvarnar við hesthúsin í Vík í Mýrdal en tilboð í verkið voru opnuð í dag.

Tilboð Mjölnis hljóðaði upp á 42,6 milljónir króna og var rúmum tíu prósentum undir áætluðum verktakakostnaði.

Tveir aðrir verktakar buðu í verkið; Framrás ehf í Vík bauð 46,9 milljónir króna og JG vélar í Reykjavík buðu 78,4 milljónir króna.

Vegagerðin bauð verkið út en um er að ræða 150 metra langan grjótgarð, sem samkvæmt útboðsgögnum telur 7.300 rúmmetra af grjóti. Verkinu á að vera lokið ekki síðar en 31. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinFlóð hreif með sér vinnupalla og búnað en brúin slapp
Næsta greinRausnarleg gjöf til Sveitarfélags Árborgar