Mjölnir bauð lægst í Grafningsveg

Vegagerð. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi bauð lægst í endurbætur og klæðningu á Grafningsvegi neðri sem vinna á í sumar.

Tilboð Mjölnis hljóðaði upp á rúmar 85,5 milljónir króna og var 80% af áætluðum verktakakostnaði, sem var 106,4 milljónir króna.

Suðurtak ehf og Borgarverk ehf buðu einnig í verkið, Suðurtak bauð tæpar 108 milljónir og Borgarverk tæplega 113 milljónir króna.

Um er að ræða um það bil 4,5 km kafla frá Hlíðará að Grafningsvegi efri og á verkinu að vera lokið þann 1. september næstkomandi.

Fyrri greinÁhyggjur af kyrrstöðu í samningaviðræðum
Næsta greinBerg verktakar bauð lægst í hringtorg á Selfossi