Mjölnir bauð lægst í endurbætur

Vegagerð. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta tilboðið í endurbætur á Þjóðvegi 1 í Skaftárhreppi.

Um er að ræða 2,9 km kafla vestan Álftaversvegar, sem á að styrkja og klæða.

Tilboð Mjölnis hljóðaði upp á 72,2 milljónir króna og var 84,4% af áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem er 85,5 milljónir króna.

Fjórir aðrir verktakar buðu í verkið. Steypudrangur í Vík bauð 73,8 milljónir króna, Framrás í Vík 75,6 milljónir, Þjótandi á Hellu 76 milljónir og Borgarverk ehf bauð 91,8 milljónir króna.

Verkinu á að vera lokið þann 15. október á næsta ári.

Fyrri greinÉg óska eftir þínum stuðningi – Bragi Bjarna í 1.sæti
Næsta greinRóleg vika hjá löggunni