Mjög mikil umferð í Rangárþingi

Mjög mikil umferð hefur verið í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli þessi jólin en mikið af erlendum ferðamönnum virðist vera á ferðinni á svæðinu.

Að sögn Atla Árdal Ólafssonar, varðstjóra hjá lögreglunni, var mikil umferð bílaleigubíla við Seljalandsfoss, Skógafoss og flugvélarflakið á Sólheimasandi í dag. Niður á sandinn er þó ekki fært nema á jeppum.

Umferðin í umdæminu hefur gengið vel yfir jólin og stórslysalaust en nokkrir ökumenn hafa þó misst bíla sína útaf vegum í snjó og hálku.

Að sögn Atla hafa ekki orðið skemmdir á þessum bílum í þessum tilvikum þar sem þeir enda í þykkum snjóbökkum utan vegar.

Fyrri greinSlasaðist alvarlega á snjóþotu
Næsta grein8,2 milljónir í gjafir til göngudeildarinnar