Mjög hvasst austan við Klaustur

Lögreglan vill vara vegfarendur sem eru að aka eftir Suðurlandsvegi fyrir austan Kirkjubæjarklaustur að mjög hvasst er orðið á þessum slóðum og töluvert sandfok á Skeiðarársandi.

Fólk er hvatt k til að fylgjast með veðurfréttum og vindaspám hyggist það á ferðalög um þessar slóðir.

Fyrri greinGuðjón ritar samvinnusögu Suðurlands
Næsta greinRúmlega 1.000 ökumenn stöðvaðir um helgina