Mjög hefur dregið úr sprengivirkni

Dregið hefur úr sprengivirkni í Eyjafjallajökli og gosið líkist nú því sem var fyrir aukninguna sl. miðvikudagskvöld.

Enn er þó kröftugt gos í gangi. Lítið sem ekkert hraunrennsli er niður Gígjökul og gufuvirkni þar í lágmarki.

Enn má búast við gjóskufalli í nærsveitum en ekkert í líkindum við það sem var fyrstu daga gossins.