Mjög góð veiði í Rangánum

Mjög góður gangur er í Rangánum þessa dagana en Ytri Rangá er komin yfir 130 laxa og Eystri Rangá 170.

Þetta eru bestu veiðitölur sem menn muna eftir á þessum árstíma.

Flestir laxanna sem hafa veiðst eru stórlaxar en síðustu daga hafa menn byrjað að vera varir við smálax og er greinilegt að stórstraumurinn í gær var farinn að skila sér.

Vonast menn því eftir að veiðitölur muni hækka töluvert um helgina.