Mjög alvarlegt umferðarslys við Pétursey

Mjög alvarlegt umferðarslys varð laust eftir klukkan 15 á Suðurlandsvegi, skammt austan Péturseyjar. Bifreið með fjórum erlendum ferðamönnum fór út af veginum.

Lögregla og sjúkralið eru að störfum á vettvangi en í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst sé að meiðsli eru mikil og alvarleg.

Suðurlandvegi var lokað um stund í kjölfar slyssins en nú hefur verið opnað aftur fyrir umferð, en búast má við töfum. Lögreglan biður vegfarendur að sýna björgunaraðilum á vettvangi skilning og biðlund.

Frekari upplýsingar eru ekki veittar að svo stöddu.
UPPFÆRT 16:59

Fyrri greinMenntuðum leikskólakennurum boðið upp á flutningsstyrk
Næsta greinVeiktist á Miðfelli