Misstu bíl niður um ís

Mynd úr safni. Ljósmynd/Ingunn

Björgunarsveitinn Ingunn á Laugarvatni fór fyrr í dag til aðstoðar ferðalöngum, tveimur fullorðnum og tveimur börnum sem höfðu misst bíl sinn niður um ís á hálendinu ofan við Laugarvatn, við fjallið Gullkistu.

Höfðu ferðalangarnir hringt í Neyðarlínuna og þurft að ganga allnokkurn spöl til að komast í símasamband.

Vel gekk að losa bílinn og eru fjórmenningarnir nú á leið niður á Laugavatn í fylgd björgunarmanna. Ættu þau að vera komin niður á þjóðveg hjá Laugaravatni um sexleytið.