Missti stýrið fyrir utan Landeyjahöfn

Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum var kallað út fyrir skömmu þegar tilkynning barst um mælingabát, með tveimur mönnum innanborðs, sem missti stýrið þar sem hann var við stör við Landeyjahöfn.

Var báturinn þá staddur um 3-400 m vestan við Landeyjahöfn og rak í átt að landi en vindur á svæðinu er 12-15 m/sek. Því var talin nokkur hætta á ferðum. Björgunarskipið var lagt af stað frá Vestmannaeyjum um mínútu eftir að útkall barst og var komið á staðinn um 25 mínútum síðar.

Björgunarskipið er nú að koma taug í hinn bilaða bát og mun draga hann til hafnar í Landeyjum.

Sveitir frá Hvolsvelli, Landeyjum og Vestur-Eyjafjöllum voru einnig kallaðar til aðstoðar sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

UPPFÆRT KL. 16:24