Missti stjórnina í fóðurkorni

Mótorhjólamaður missti stjórn á hjóli sínu á Auðsholtsvegi í Hrunamannahreppi í gær þegar hann ók yfir fóðurkorn sem fallið hafði á veginn.

Slysið varð um miðjan dag í gær en ökumaðurinn missti hjólið á hliðina.

Farþegi sem var á hjólinu slasaðist á hendi og öxl. Ekki er vitað hvað olli því að kornið var á veginum en gera má því skóna að það hafi fallið af palli flutningstækis.

Fyrri greinVísindamenn funda um goslok
Næsta greinEinn handtekinn fyrir ólæti