Missti meðvitund eftir fall

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Maður sem slasaðist á Sólheimajökli um síðustu helgi féll á höfuðið og missti meðvitund við fallið.

Talsvert viðbragð var vegna slyssins en lögregla og sjúkralið ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kölluð á vettvang.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að um var að ræða ferðamann sem búinn var ísbroddum en var hjálmlaus. Maðurinn komst síðan aftur til meðvitundar og gat gengið niður af jöklinum sjálfur og því var dregið mjög úr viðbragði vegna slyssins.

Auk þessa slyss voru fimm umferðarslys tilkynnt til lögreglu í liðinni viku.

Fyrri greinBiskupsfrúasögur Hildar allar komnar út
Næsta greinBreki Baxter í Selfoss