Missti meðvitund eftir fall í Raufarhólshelli

Frá vettvangi slyssins á föstudag. Ljósmynd/Hjálparsveit skáta Hveragerði

Leiðsögumaður í Raufarhólshelli í Ölfusi missti meðvitund á föstudagkvöld eftir fall niður af palli í hellinum.

Leiðsögumaðurinn var með hópi ferðamanna í hellinum en fallið var um tveir metrar, niður í urð.

Björgunarsveitir af svæðinu voru kallaðar út til aðstoðar vegna slyssins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi virðist konan hafa sloppið án teljandi meiðsla en hún fékk aðhlynningu frá viðbragðsaðilum á vettvangi og gekk sjálf út úr hellinum.

Fyrri greinMikilvægt framfaraskref fyrir byggðina í Hornafirði
Næsta greinFlestir á hraðferð við Vík og Klaustur