Missti meðvitund og sökk 10 metra

Maður sem var að fara að kafa í Silfru á Þingvöllum eftir hádegi á föstudag missti meðvitund á leið niður stiga í vatnið.

Hann féll ofan í og sökk niður á um 10 metra dýpi.

Leiðsögumenn brugðust skjótt við og náðu manninum upp úr vatninu og hófu strax lífgunartilraunir sem báru árangur.

Maðurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala og samkvæmt upplýsingum þaðan heilsast manninum vel.

Fyrri greinUngir drengir unnu talsvert tjón með skemmdarverkum
Næsta greinFundu amfetamín í strætó