Missti meðvitund eftir að hestur sló hann

Um helgina varð maður í Reykholti í Biskupstungum fyrir því að hestur sem hann var að járna sló hann. Enginn vitni voru að því en maðurinn komst heim til sín þar sem komið var að honum meðvitundarlausum.

Hann var fluttur með þyrlu á Slysadeild Landspítala.

Við rannsókn kom í ljós að maðurinn var óbrotinn en lunga hafði fallið saman.