Missti framan af fingri

Maður sem var að saga timbur með hjólsög missti framan af fingri sem lenti í söginni. Slysið átti sér stað í sumarbústaðalandi við Apavatn í Grímsnesi um helgina.

Maðurinn var að smíða sólpall við sumarbústað sinn þegar slysið átti sér stað.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans.