Missti framan af fingri í trissuhjóli

Átta ára drengur slasaðist á rist þegar hann rann í hálku undir skólabíl vð Sunnulækjarskóla á Selfossi á mánudaginn í síðustu viku.

Meiðsl hans eru ekki talin alvarleg.

Sama dag missti maður, í uppsveitum Árnessýslu, framan af fingri þegar hann festi hann í trissuhjóli á sogdælu fyrir mjaltavél.

Daginn eftir slasaðist kona þegar hún féll af hestbaki á Bæjarhverfisvegi í Ölfusi. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en er ekki talin alvarlega meidd.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinFerðamenn á meiri ferðinni austan við Vík
Næsta grein„Stelpurnar voru stórkostlegar í kvöld“