Missti af SMS-i um innbrotið

Í morgun var tilkynnt um innbrot í sumarbústað við Hlíðarbraut 3 í Reykjaskógi. Þjófavarnakerfi hafði farið í gang kl. 22:56 í gærkvöldi og fékk eigandinn boðin í farsíma sem SMS skilaboð.

Þar sem eigandinn var ekki við símann þá varð hann ekki var við skilaboðin fyrr en hann fór að huga að símanum í morgun.

Bakdyr höfður verið spenntar upp og þjófurinn haft á brott Samsung 32“ flatskjá.

Fyrri greinBílvelta við Óseyrarbrú
Næsta greinUmgöngumst flugelda með gát