Misnotuðu víti á lokakaflanum

Hamarsmenn gerðu 1-1 jafntefli við Reyni Sandgerði í B-deild Lengjubikars karla þegar liðin mættust í Reykjaneshöllinni í gær.

Haraldur Hróðmarsson kom Hamarsmönnum yfir en Reynismenn jöfnuðu og þar við sat. Hamarsmenn fengu hins vegar úrvals tækifæri á sigri seint í leiknum. Markvörður Reynis varði þá vítaspyrnu frá Ingþóri Björgvinssyni.

Þetta kemur fram á fotbolti.net

Fyrri greinNýr meðhjálpari á Stokkseyri
Næsta greinHraungos líklega hafið