Minnisvarði um Óskar Sigurjónsson afhjúpaður

Í dag var afhjúpaður minnisvarði um Óskar Sigurjónsson, einn stofnanda Austurleiðar, í Húsadal í Þórsmörk en Óskar hefði orðið 88 ára í dag.

Óskar hóf akstur áætlunarbíla fyrir miðja síðustu öld. Hann var einn stofnenda Austurleiðar og rak fyrirtækið um margra áratuga skeið. Meðal margra viðfangsnefna Óskars var mikil uppbygging á ferðaþjónustu í Húsadal í Þórsmörk. Óskar lést í október í fyrra, 87 ára að aldri.

Minnisvarðinn er settur saman úr stórum grágrýtissteinum af svæðinu og var honum komið fyrir við brekkurætur á Stóruflöt, um tuttugu metra frá göngustígnum um Húsadal.

Fyrri greinTindastóll jafnaði með síðustu snertingu leiksins
Næsta greinGrillað með brottfluttum Rangæingum