Minningarathöfn um Nonna Júlíu

Þann 11. nóvember næstkomandi verða liðin 50 ár frá því að Jón Júlíus Magnússon, Nonni Júlíu, lést af slysförum, þegar hann féll í hver á hverasvæðinu í Hveragerði.

Jón var ekki nema 17 ára þegar hann lést. Hann eignaðist dóttur, Jónu Júlíu Jónsdóttur, sem einnig lést 11. nóvember, árið 2019, 45 ára gömul og dó frá fjórum börnum.

Æskuvinir Nonna standa fyrir minningarathöfn í Hveragerðiskirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.

Þrátt fyrir stutta ævi þá setti Jón svip á það litla og fámenna samfélag sem Hveragerði var, með ýmsum hætti. Allir Hvergerðingar sem muna eftir Nonna eru velkomnir á minningarathöfnina.

Fyrri greinArctic Adventures kaupir Kerfélagið
Næsta greinHaustmarkaður í Skaftholti