Minningarathöfn um eldsvoðann á Þingvöllum 1970

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávörpuðu samkomuna. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Fimmtíu ár eru í dag liðin frá því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og kona hans, Sigríður Björnsdóttir, og barnungur dóttursonur þeirra, Benedikt Vilmundarson létust í eldsvoða að Þingvöllum er svonefnt Konungshús brann, 10. júlí 1970.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lagði af þessu tilefni blómsveig að minningarsteini sem stendur þar sem húsið stóð en forseta Íslands, ríkisstjórn og þingmönnum var boðið til athafnarinnar auk afkomenda forsætisráðherrahjónanna.

Minnisvarðinn um eldsvoðann var reistur ári eftir brunann.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys í Hrunamannahreppi
Næsta greinOrkídeu ýtt úr vör