Minnihlutinn telur kaupin óþörf

Hveragerðisbær hyggst kaupa þrjár lóðir í bænum, í Heiðmörk og Þórsmörk, alls um tíu þúsund fermetra á um 19 milljónir króna.

Á lóðunum við Heiðmörk eru gróðurhús sem verða rifin á kostnað seljanda en á lóðinni við Þórsmörk er gróðurhús sem áfram mun standa og er talið geta nýst Hveragerðisbæ.

Kaupin voru kynnt á fundi bæjarstjórnar nýverið þar sem þau voru gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans. Róbert Hlöðversson fulltrúi A-listans í bæjarstjórn segir að eðlilegra hefði verið að einkaaðilar hefðu fengið að kaupa umræddar lóðir, skipulagsvaldið sé hvort eð er hjá sveitarfélaginu og það geti ákveðið hvað má byggja á lóðum innan bæjarmarkanna.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinLítil hlutfallsleg breyting á milli ára
Næsta greinNemendur geta sótt um styrki