Minni umferð þrátt fyrir nýja höfn

Umferð á Suðurlandsvegi um nýliðna verslunarmannahelgi dróst saman um 3,4% miðað við sömu helgi í fyrra þrátt fyrir stóraukna umferð í Landeyjahöfn.

Frá föstudegi til mánudags fóru 47.797 bílar um Suðurlandsveg undir Ingólfsfjalli en í fyrra voru þeir 49.475. Þetta er samdráttur um 3,4%.

Í fyrra óku Þjóðhátíðargestir til Þorlákshafnar en í ár fór á þriðja þúsund bíla austur að Landeyjahöfn. Þannig má draga þá ályktun að mun færri gestir hafi eytt helginni á tjaldsvæðum í Árnes- og Rangárvallasýslu heldur en í fyrra.