Minni þrýstingur á Rangárveitum vegna vinnu í Kaldárholti

Kaldárholt. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Á mánudag og þriðjudag munu Veitur endurnýja dælu í hitaveituborholu í Kaldárholti í Holtum.

Því má búast við þrýstingslækkun og jafnvel vatnsskorti á vissum stöðum á þjónustusvæði Rangárveitna.

Í tilkynningu frá Veitum segir að starfsfólk fyrirtækisins muni gera sitt besta til að þetta valdi sem minnstum óþægindum en biður fólk að fara sparlega með heita vatnið á meðan á vinnunni stendur. Mælt er með að gluggar séu hafðir lokaðir og dyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að halda hita í húsum.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Fyrri greinTilkynning frá Sjóðnum góða í Árnessýslu
Næsta greinHver tapleikur er skóli fyrir strákana