Minna tap en vextirnir valda áframhaldandi vandræðum

Minna tap varð á rekstri sveitarfélagsins Árborgar á síðasta ári en áætlun frá í nóvember gerði ráð fyrir.

Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarstjórnar þar sem ársreikningar voru til fyrri umræðu.

Tekjur höfðu verið vanáætlaðar um 145 milljónir króna, bæði voru skatttekjur meiri en ætlað var og framlag úr jöfnunarsjóði 28 milljónum hærra. Gríðarlegar skuldir orsaka hinsvegar áfram háan fjármagnskostnað upp á 795 milljónir í heildina, að rekstri stofnana bæjarins meðtöldum. Þó hefur sá kostnaður dregist vel saman á milli ára, var um einn og hálfur milljarður árið 2008.

Tapreksturinn á sveitarfélaginu er alls 606 milljónir króna en 434 milljónir af samstæðunni allri. Í umræðum um reikningana kom fram að verulega þurfi að halda vel um spilin til að ná fram settum markmiðum um hallalausan rekstur árið 2013.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Panta áskrift.

Fyrri greinSelfoss rústaði ÍH í æfingaleik
Næsta greinGuðmundur leiðir Vg og óháða