Minna afrennsli en útlit var fyrir

Allt var með kyrrum kjörum við Stóru-Laxá í morgun þar sem unnið var að því að grafa veginn í sundur. sunnlenska.is/Erla Björg Arnardóttir

Lögreglan á Suðurlandi fundaði í morgun með Almannavörnum, Veðurstofunni og Vegagerðinni.

Minna varð úr úrkomu í Skaftafellssýslum en spár gerðu ráð fyrir í nótt þannig að ekki kom til lokana þar en víða er fljúgandi hálka á vegum og fullt tilefni til að fara varlega, hvort sem er fyrir akandi eða gangandi vegfarendur.

Úrkomu- og hitaspá virðist ætla að ganga eftir en ef eitthvað er þá er mögulega minna afrennsli en útlit var fyrir. Ekki hafa borist fréttir af flóðum eða nýmyndun stífla í árfarvegum en verði menn varir við slíkt eru þeir hvattir til að láta lögregluna eða Veðurstofuna vita.

Áfram verður fylgst með og aðgerðastjórn virkjuð verði efni til þess.

Fyrri greinGrímur skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi
Næsta greinAllt á floti á Selfossi