Minna af fýl en venjulega

Mýrdælingar telja að heldur minna sé um fýl nú en oft áður á svæðinu og veiðimenn þurfi að leita lengra en venjulega til þess að finna fuglinn.

Þorsteinn Kristinsson, lögregluþjónn, hefur oft gengið til fýlaveiða og segir hann lítið af fýl á svæðinu. “Það var sérstaklega hér áður fyrr sem maður gat varla þverfótað fyrir honum, sérstaklega í kringum Pétursey. Nú þurfa veiðimenn að leita lengra,” segir Þorsteinn.

Allir sannir Mýrdælingar telja fýl herramannsmat og er hann verkaður með tvennum hætti. Annars vegar er hann saltaður til vetrarins eða hamflettur og grillaður og snæddur sem villibráð.

Á myndinni sem fylgir þessari frétt er Eiríkur Vilhelm Sigurðarson við fýlaveiðar á gömlum Farmall, árgerð 1965, sem afi hans, Einar Þorsteinsson fyrrum ráðunautur í Sólheimahjáleigu notaði við ýmis bústörf í áratugi.

Fyrri greinHellisheiðin skelfur
Næsta greinVel tekið á móti nýju fólki