Minkabú út af borðinu eftir klofning

Fulltrúi meirihlutans í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps greiddi atkvæði með minnihlutanum og felldi deiliskipulagstillögu sem fól í sér heimild til byggingar nýs minkahús að Ásum í Gnúpverjahreppi.

Þar með er útlit fyrir að búið sé að slá út af borðinu stækkun minkabúsins, en áætlað var af ábúendum í Mön að stækka búið um allt að fimm þúsund læður.

Málið var til umræðu á fundi sveitarstjórnar nýverið og þegar deiliskipulagstillaga var tekin fyrir var ljóst að Meike Erika Witt, einn fulltrúi O-listans myndi greiða atkvæði með minnihlutanum.

Skafti Bjarnason, oddviti O-listans segir segir þessi málalok ekki munu hafa áhrif á samstarf meirihlutans. „Menn gengu svolítið frjálsir að því hvernig þeir skiluðu niðurstöðu í þessu máli,“ segir Skafti. Það hafi átt sér talsverðan aðdraganda og verið til umræðu frá því í mars 2012. Má segja að það hafi valdið því að meirihlutinn féll í sveitinni í desember 2012, þegar þáverandi oddviti, vildi einn fulltrúa í sveitarstjórn ekki veita heimild til bygginarinnar á umræddum stað.

Skapti segir að ýmsar hugmyndir hafi verið uppi varðandi breytingar á staðsetningu og stærð minkahússins, en engin þeirra náði því að allir aðilar yrðu sáttir. Sáttatillögur sem upp voru bornar fyrr í haust hafi ekki átt upp á pallborðið hjá deiluaðilum. „Það er sorglegt það sem menn komust mjög nálægt því“, segir Skapti.

Fyrri greinEkki lengur vambir með slátrinu frá SS
Næsta greinStálu milljónavirði af dekkjum