Milljóner á Selfossi

Tveir voru með fimm rétta í Lottóinu í kvöld og var annar miðinn seldur í verslun Samkaupa á Selfossi.

Hinn miðinn var áskriftarmiði. Vinningshafarnir fá hvor um sig 5,2 milljónir króna.

Þá fékk heppinn Vestmannaeyingur tvær milljónir í Jókernum.

Lottótölur kvöldsins voru 8, 10, 11, 18 og 28.