Milljónamiði í Skálanum

Einn var með fimm tölur í réttri röð í Jókernum í Lottóútdrætti kvöldsins og var vinningsmiðinn seldur í Skálanum í Þorlákshöfn.

Jókertölurnar voru 2-8-5-3-5 og fær vinningshafinn tvær milljónir króna í vinning.

Tveir voru með fimm rétta í Lottóinu og voru báðir miðarnir áskriftarmiðar. Lottótölur kvöldsins voru 12-14-16-22-25.

Fyrri greinSelfoss laut í gervigras
Næsta greinTokic skoraði fimm mörk á augnabliki