Fréttir Milljónamiði í Reykholti 4. september 2010 19:20 Einn var með fimm tölur réttar í Lottóinu í kvöld en vinningsmiðinn var seldur í Bjarnabúð í Reykholti í Biskupstungum. Tölur kvöldsins voru 13, 14, 30, 36 og 37. Bónustalan var 16. Vinningshafinn hlýtur rúmar 5 milljónir í fyrsta vinning.