Milljónamiði í Krambúðinni

Einn var með fimm rétta í Lottóútdrætti kvöldsins og var vinningsmiðinn seldur í Krambúðinni á Selfossi.

Fyrsti vinningur hljóðaði upp á tæpar 15,6 milljónir króna. Tölur kvöldsins voru 6-10-21-25-29 og bónustalan var 40.

Einn vann tvær milljónir í Jókernum og var sá miði seldur í áskrift. Jókertölurnar voru 8-8-8-3-7.

Rúmt ár er síðan heppinn milljónamæringur keypti vinningsmiða í Samkaupum á Selfossi, í janúar í fyrra, en þá var vinningurinn rúmar 7 milljónir króna.

Fyrri grein„Spennt að opna Krónuna á þessu svæði“
Næsta greinStórsigur hjá KFR í lokaumferðinni