Milljónamiði í Bjarnabúð

Einn vinningshafi vann íslenska bónusvinninginn í Víkingalottóinu í gærkvöldi og fékk rúmar 5,2 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðinn var seldur í Bjarnabúð í Reykholti.

Miðaeigandinn er 5.244.930 krónum ríkari.

Norðmaður var með allar tölur réttar í Víkingalottóinu en fyrsti vinningur var 113,7 milljónir króna.

Tölur kvöldsins voru 23, 24, 34, 37, 39 og 44. Bónustölurnar voru 26 og 41.