Milljónamiði á Selfossi

Einn var með fimm tölur réttar í Lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmar 7 milljónir króna í vinning. Miðinn var seldur í Samkaupum á Selfossi.

Tölur kvöldsins voru 11 – 18 – 21 – 23 – 28 og bónustalan var 34. Fyrsti vinningur hljóðaði upp á 7.066.700 krónur.

Einn var með bónus­vinn­ing­inn og hlaut hann rúm­lega 300 þúsund krón­ur. Miðinn var seldur í áskrift.