Milljónamiði á Arnbergi

Einn Lottóspilari vann tvær milljónir króna í Jókernum í kvöld, þar sem hann var með allar fimm tölurnar réttar. Vinningsmiðinn var seldur á Olís við Arnberg á Selfossi.

Jóker­töl­urn­ar voru 7 – 7 – 1 – 0 – 1.

Enginn var með fimm tölur réttar í Lottóinu þannig að vinningur kvöldsins, rúmar 14.5 milljónir króna, gekk ekki út. Tveir voru hins vegar með fjóra rétta og bónus. Ann­ar vinn­ings­miðinn var keypt­ur í áskrift en hinn á Ak­ur­eyri.

Lott­ó­töl­urn­ar voru 8, 23, 24, 30 og 39 og bón­ustal­an var 3.

Fyrri greinÆvintýralegir Sólheimar
Næsta greinÁrborg og Ægir áfram í bikarnum