Milljóna-Jóker á Landvegamótum

Söluskálinn Landvegamót

Einn þeirra heppnu í Lottóútdrætti kvöldsins keypti miðann sinn í Söluskálanum Landvegamótum.

Enginn var með fimm rétta í Lottóinu í kvöld en tölurnar voru 1-16-23-25-27.

Hins vegar höfðu tveir spilarar heppnina með sér í Jókernum og var annar miðinn seldur á Landvegamótum. Eigandi miða með Jókerinn 9-2-7-3-3 er tveimur milljónum króna ríkari.

Fyrri greinÓskar sigraði í traktoratorfærunni
Næsta greinGríðarlegur fjöldi fólks á Flúðum