Milljón krónur í hraðasektir á Mýrdalssandi um helgina

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði óvenju marga ökumenn fyrir hraðakstur um helgina.

Til dæmis voru 29 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á varðsvæði lögreglunnar í Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri frá föstudegi til sunnudagskvölds.

Sá sem hraðast ók mældist á 148 km/klst. Hann á yfir höfði sér háa sekt og sviptingu ökuréttar í 1 mánuð.

Flestir þessara ökumanna eða 19 af 29 voru stöðvaðir í dag á vegarkaflanum milli Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjarklausturs. Samkvæmt teljara á vef Vegagerðarinnar fóru tæplega 500 ökutæki um Mýrdalssand síðasta sólarhring.

Flestir þessara ökumanna sem kærðir voru um helgina kusu að klára málið á staðnum með greiðslu sektar og nam sú upphæð samanlagt rúmlega einni milljón króna.

Fyrri greinMisstu niður sjö marka forskot á lokakaflanum
Næsta greinMetin féllu á haustmóti LSÍ