Milljón í styrk frá fjárlaganefnd

Undirbúningur að fagsýningunni Blóm í bæ sem haldin verður í Hveragerði dagana 24.-26. júní er kominn á fullt skrið. Sýningin hefur fengið milljón króna styrk til frá fjárlaga­nefnd Alþingis.

Er það í fyrsta sinn sem slíkur styrkur fæst frá fjárlaganefnd.

Umfangsmiklar gatna­gerð­ar­­fram­kvæmdir eru í Hveragerði um þessar mundir m.a. unnið að endurnýjun fráveitukerfis í Heið­mörkinni sem reyndist ónýtt.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir að öllum framkvæmdum verði flýtt með það fyrir augum að bærinn skarti sínu fegursta þegar sýningin verður sett.