Milljón í bónus á Selfossi

N1 á Selfossi. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Enginn var með fimm tölur réttar í Lottóútdrætti kvöldsins. Stærsti vinningsmiðinn í kvöld var seldur í N1 á Selfossi.

Lottótölur kvöldsins voru 8-10-27-34-40. Enginn var með fimm rétta en einn miði var með fjórum réttum og bónus. Hann var seldur í N1 við Austurveg á Selfossi og var vinningsupphæðin rúmlega 992 þúsund krónur.

Það verður því fimmfaldur Lottópottur um verslunarmannahelgina.

Fyrri greinBanaslys á Haukdalsflugvelli
Næsta greinJarðvinna í Bjarkarlandi hefst í haust