Milljarðamiðja við Biskupstungnabraut

Um hundrað manns fá vinnu í nýrri verslunar- og þjónustumiðstöð, sem verður byggð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar.

Heildarkostnaður við verkið er um þrír og hálfur milljarður króna, sem lífeyrissjóðirnir og bankarnir munu fjármagna.

„Miðja Suðurlands“ er heiti á nýrri fjórtán til átján þúsund fermetra verslunar- og þjónustumiðstöð, sem mun rísa á gatnamótum Suðurlands- og Biskupstungnabrautar. Verkefnið kostar um þrjá og hálfan milljarð og mun fjármagn koma frá lífeyrissjóðum og bönkum í verkefnið.

Það er fyrirtækið Gatnamót ehf, sem stendur að verkefninu og ætla sér að ljúka því á næstu árum þannig að hægt verði að opna nýju verslunar- og þjónustumiðstöðina árið 2015. Á staðnum verður einnig bensínstöð.

Árni Blöndal og Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur í Ölfusi, sjá um undirbúningsvinnu gangvart lífeyrissjóðnum, bönkunum öðrum samstarfsaðilum, sem munu fjármagna verkefnið, sem áætlað er að kosti 3,5 milljarð.

Frétt RÚV

Fyrri greinLögreglan leitar að Yaris
Næsta greinNýjar virkjanir gætu skilað yfir 20 milljörðum á ári