Milljarðamiðja við Biskupstungnabraut

Um hundrað manns fá vinnu í nýrri verslunar- og þjónustumiðstöð, sem verður byggð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar.

Heildarkostnaður við verkið er um þrír og hálfur milljarður króna, sem lífeyrissjóðirnir og bankarnir munu fjármagna.

„Miðja Suðurlands“ er heiti á nýrri fjórtán til átján þúsund fermetra verslunar- og þjónustumiðstöð, sem mun rísa á gatnamótum Suðurlands- og Biskupstungnabrautar. Verkefnið kostar um þrjá og hálfan milljarð og mun fjármagn koma frá lífeyrissjóðum og bönkum í verkefnið.

Það er fyrirtækið Gatnamót ehf, sem stendur að verkefninu og ætla sér að ljúka því á næstu árum þannig að hægt verði að opna nýju verslunar- og þjónustumiðstöðina árið 2015. Á staðnum verður einnig bensínstöð.

Árni Blöndal og Hallgrímur Óskarsson, verkfræðingur í Ölfusi, sjá um undirbúningsvinnu gangvart lífeyrissjóðnum, bönkunum öðrum samstarfsaðilum, sem munu fjármagna verkefnið, sem áætlað er að kosti 3,5 milljarð.

Frétt RÚV