Miklar umferðartafir við Selfoss

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Miklar umferðartafir eru á Selfossi og í nágrenni. Nánast samfelld bílaröð hefur verið frá Ölfusárbrú vestur að Ingólfshvoli í Ölfusi.

Stórt knattspyrnumót er haldið á Selfossi í dag auk þess sem margir virðast ætla að taka forskot á sæluna og taka langa helgi í sumarbústaðnum.

Eftir því sem sunnlenska.is kemst næst hefur umferðin gengið áfallalaust þrátt fyrir mikinn þunga. Síðustu tíu mínútur hafa 222 bílar ekið yfir teljarann undir Ingólfsfjalli.

Fyrri greinUnglingalandsmótið verður kolefnisjafnað
Næsta greinMjög léleg mæting í bólusetningar