Miklar umferðartafir á Suðurlandsvegi

Nú er verið að malbika vegarkafla á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. Miklar umferðartafir hafa orðið vegna framkvæmdanna.

Vegfarendum er bent á Þrengslaveg og Eyrarbakkaveg vilji þeir komast hjá óþægindum. Þess má geta að sú leið er um 10 kílómetrum lengri að Selfossi en hefðbundin leið um Ölfus.

Fyrri greinÖruggir sigrar hjá KFR og Árborg
Næsta greinJökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst