Miklar eldingar í gosmekkinum

Upp úr klukkan níu í kvöld jókst virknin í gosinu og eru miklar eldingar í gosmekkinum.

Aska fór að falla um kl. 19:30 í Vík í Mýrdal. Klukkan að ganga níu var samfellt öskufall 40 km í austur frá Vík. Þá var ákveðið að loka þjóðveginum austan við Vík sem og veginum um Mýrdalssand.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kannaði aðstæður síðdegis. Litlar breytingar hafa orðið á svæðinu, aðrar en þær að ásjóna gíganna í eldstöðinni er orðin afmynduð. Gígarnir hafa stækkað talsvert.

Einnig eru komin ný göt í Gígjökul þar sem vatn hefur runnið undir honum og fellt „þakið“. Lónið neðan Gígjökuls er horfið eins og sást í gær, og engin fyrirstaða fyrir hlaupin úr honum eftir.

Fyrri greinÁrnesingar viðbúnir öskufalli
Næsta greinHenning tryggði Selfoss sigur