Mikilvægt að allir hafi sömu tækifæri á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun stendur fyrir Fyrirmyndarviku þessa vikuna, 14.–18. október. Í vikunni er vakin athygli á mikilvægi þess að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttri atvinnuþátttöku undir yfirskriftinni „Virkjum hæfileikana, alla hæfileikana“.

Vinnumálastofnun Suðurlandi hefur sett saman myndband í tilefni af fyrirmyndarvikunni, sem sjá má hér að ofan.

„Ég réð starfsmann með skerta starfsgetu upp á forvitnis sakir og ég sé sko ekki eftir því. Ég fékk afskaplega skemmtilega manneskju til mín, hún er svo jákvæð og lífleg og smitar hamingju og gleði í starfsmannahópinn, sem mér finnst alveg ómetanlegt, segir Kristrún Hafliðadóttir,“ leikskólastjóri á Hulduheimum á Selfossi, meðal annars í myndbandinu.

Það er mikilvægt að allir hafi sömu tækifæri á vinnumarkaði en þau fyrirtæki sem hafa áhuga á því að hjálpa einstaklingum með skerta starfsgetu að komast út á vinnumarkaðinn og öðlast þannig hlutverk í samfélaginu geta sett sig í samband við Vinnumálastofnun Suðurlandi á netfangið sudurland@vmst.is.

Fyrri greinEitthundrað þúsund rúmmetrar af efni dælt úr Landeyjahöfn
Næsta greinStúkan skreytt með sögulegum ljósmyndum