Mikilvægt að þjónustan skerðist ekki

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) lagði þunga áherslu á það á síðasta fundi sínum að við afgreiðslu fjárlaga verði nægilegir fjármunir til nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra á Suðurlandi tryggðir.

„Mikilvægt er að þjónusta skerðist ekki frá því sem nú er og tryggð verði staða löglærðs fulltrúa hjá sýslumannsembættinu á Hornafirði. Jafnframt er nauðsynlegt að með stækkun lögreglustjóraembættisins til Hornafjarðar fylgi tilsvarandi fjármunir,“ segir í bókun stjórnarinnar.

Fyrri greinVÍS lokar í Hveragerði og Vík
Næsta greinSelfoss byrjar gegn Fylki úti